BORAGARFIRÐI
Hótel
Málþing skógarbænda
Hótel Varmalandi Borgarfirði
14.okt 2023
Matur úr skóginum
Umhirða skógarins
Samstarfsaðilar
Styrkaraðilar
Varðandi greiðslur fyrir Málþing, Árshátíð og Hótelgistingu.
1. Þau ykkar sem munu gista á hótel Varmalandi og ætla einnig að taka þátt í árshátíð skógarbænda um kvöldið. Hótelið sér um og rukkar fyrir það sameiginlega.
2. Þau sem ætla einungis á árshátíð, hægt verður að ganga frá greiðslu við hótelið á staðnum.
3. Greitt er sérstaklega fyrir Málþingið. Annað hvort er hægt að millifæra greiðsluna, sjá reikningsupplýsingar hér að neðan. Það flýtir fyrir. Einnig verður hægt að greiða við upphaf málþings með korti eða reiðufé. Þau ykkar sem viljið nótu megið láta Guðmund Sigurðsson vita af því með email: furutun@simnet.is
Félags skógarbænda á Vesturlandi
6000 kr.
Kt. 611197 2689
reikn. 330 26 2866.
Eldra innlegg
Kæri lesandi
Skógarbændur munu halda málþing í Þinghamri við Hótel Varmalandi í Borgarfirði laugardaginn 14. október nk.. Umfjöllunarefni þingsins eru matur úr skóginum og umhirða í skógi.
Málþingið er haldið af Félögum skógarbænda og búgreinadeild skógarbænda hjá BÍ.
Samstarfsaðilar eru Skógrækin, Skógræktarfélag Íslands, Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins, Landbúnaðarháskólinn og Garðyrkjuskólinn/FSU.
Um kvöldið verður árshátíð skógarbænda
sem Félag skógarbænda á Vesturlandi hafa veg og vanda af.
Málþing skógarbænda er angi af Degi landbúnaðains -BÍ
Fjöldi fróðra og frambærilegra fyrirlesara úr ýmsum áttum hafa tekið vel í að halda erindi.
Kostnaður
Málþing
6000 kr > Málþing -Innifalið: Málþing og súpa í hádeginu og kaffiveitingar
Árshátíð
10.900 kr > Kvöldverður -Innifalið 3 rétta máltíð. Hótelið tekur við séróskum við pöntun.
Gisting
Uppselt er á hótelið
43.000 kr > Tvær nætur (fös>lau>sun) fyrir einstakling, með morgunmat
49.000 kr > Tvær nætur (fös>lau>sun) fyrir hjón, með morgunmat
26.000 kr > Ein nótt (lau>sun) fyrir einstakling, með morgunmat
29.000 kr > Ein nótt (lau>sun) fyrir hjón, með morgunmat
Málþingið verður á Þinghamri
-skammt frá tjaldstæðinu á Varmalndi
Skráning hér neðar
Greiðslur fara fram í gegnum Hótel Varmaland.
Sími / Tel. (354) 419 5000
www.hotelvarmaland.is
info@hotelvarmaland.is
Frekari upplýsingar gefa:
Hlynur Gauti Sigurðsson: hlynur@bondi.is / s 7751070
Guðmundur Sigurðsson: furutun@simnet.is / s 8626361
Dagskrá
Titill erindis Fyrirlesari Titlll fyrirlesara
09:30 Hús opnar
10:00 Setning fundar Jóhann Gísli Jóhannsson Formaður Skógardeildar BÍ
10:10 Þankaflug um skógrækt Aðalsteinn Sigurgeirsson Fagmálastjóri Skógræktarinnar
10:20 BÍ, -starf í þágu bænda Gunnar Þorgeirsson Formaður BÍ
10:40 Vænt af skjóli skóga Eygló Björk Ólafsdóttir Móðir Jörð og formaður VOR
11:00 kaffi -20min
11:20 Skógarsveppir Bjarni Diðrik Sigurðsson LBHI
11:40 Tölum um islenskan skógarmat Elisabeth Bernard Skógræktarfélag Íslands
12:00 hádegi -60min
13:00 Frændur fagna skógi- bókakyninning Brynjólfur Jónsson Skógræktarfélag Íslands
13:10 Norræn fjölskylduskógrækt (NFS) Dagbjartur Bjarnason Búgreinadeild skógarbænda BÍ
13:20 Hunang Agnes Geirdal Skógarbóndi
13:40 Verður bóndinn læknir framtíðarinnar? Cornelis Aart Meijles Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins -RML
14:00 Skjól, korn og framtíðin Egill Gautason LBHI
14:20 kaffi -30min
14:50 Hagaskógrækt Jóhann F. Þórhallsson Skógarbóndi
15.10 Viður og umhirða Lárus Heiðarsson Skógarbóndi og Skógræktin
15:30 Iðn og viður Eiríkur Þorsteinsson Trétæknir
15:50 Skipulag og umhirða-Verðmætari skógur Björgvin Eggertsson Brautarstjóri, Garðyrkjuskólinn/FSU
16:10 Samantekt
16:20 Skógarganga
> Árshátíð skógarbænda
Yfirlitsmynd. Varmaland í Borgarfirði. Skammt frá Baulu (sjoppunni við hringveginn).
Vegalegnd: Reykjavík - Varmaland er 100 km sem er um 1,5 kls akstur.
Frændur fagna skógi
Nýlega gaf Skógræktarfélag Íslands út bók um gott frumkvöðla-samstarf Normanna og Íslendinga í skógrækt. Þar rekur höfundur bókarinnar, Óskar Guðmundsson, söguna í máli og myndum.
Bókin verður til sölu á Málþilnginu.
Forseti Íslands veitti fyrstu bóknni viðtökur á aðalfundi Skóg.Íslands á Patreksfirði í september.
Útgefið efni frá fyrirlesurum
Þröstur Eysteinsson
https://www.bbl.is/skodun/lesendaryni/skyr-skograektarstefna
Elisabeth Bernard
Skógræktarfélagi Íslands
https://www.bbl.is/skodun/lesendaryni/bragdgod-bubot
Eygló Björk Ólafsdóttir
Móðir Jörð / skógarbóndi í Vallanesi
https://www.bbl.is/folk/lif-og-starf/orkuskipti-i-vallanesi
https://www.bbl.is/skodun/a-faglegum-notum/raektunarmenning-og-akuryrkja
Egill Gautason
Agnes Geirdal
Bíflugna- og skógarbóndi á Galtarlæk
Jóhann F. Þórhallsson
Sauðfjár- og skógarbóndi á Brekkugerði
https://www.skogur.is/is/um-skograektina/frettir-og-vidburdir/frettir
/skogurinn-skjol-fyrir-lambfe-a-vorin-og-fullnaegir-thorf-fyrir-girdingastaura
Lárus Heiðarsson
Skógræktarráðunautur og skógarbóndi á Droplaugarstöðum
https://www.bbl.is/folk/lif-og-starf/gaeti-aukid-gaedi-jardvegs-til-langframa
Eiríkur Þorsteinsson
Trétæknir hjá Trétækniráðgjöf sf. timbur.is
https://www.bbl.is/skodun/lesendaryni/islenskt-timbur-i-svansvottadar-byggingar
Cornelis Aart Meijles
Umhverfisverkfræðingur ásamt fleiru hjá RML
Cornelis Aart Meijles, eða Cees eins og hann er allajafn kallaður er með háskólamenntun í jarðvegsfræði og plöntufræðum, auk umhverfisverkfræði. Þess fyrir utan hefur hann viðað að sér þekkingu á víðum vettvangi er tengist umhverfis- og gæðastjórnun, lífrænum búskaparháttum, vistmenningu og fleiri þáttum er tengjast sjálfbærri þróun. Cees hefur unnið á Sólheimum í Grímsnesi, hjá Umhverfisstofnun sem sérfræðingur í úrgangsmálum, starfar sem stundakennari við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og er ráðunautur í loftslagsvænum landbúnaði bæði hjá sýslunni Frísland í Hollandi og hjá Ráðgjafarmiðstöð Landbúnaðarins. Cees hefur unnið að stefnumótun, þróun verkefna á sviði úrgangsmála og hringrásarhagkerfis bæði á Íslandi og í Hollandi.
Fyrir fyrirlesara
Tími:
Viðmiðunartími fyrir hvern og einn fyrirlesara er 20 mínútur
- 15 mínútur í framsögu
- 2 mínútur í pásur
- 3 mínútur í fyrispurnir
Skilvirkni fyrirlesturs:
Reynum að afmarka erindin kjarnyrt að viðfangsefninu sem kostur er.
Viðmið, þumalputtaregla = 10 glærur 20 mínútur 30 punkta letur.
Veggspjöld:
Tekið er fagnandi við veggspjöldum. Gott væri að vita af því með fyrirvara.
Síðast var Málþing skógarbænda haldið á Hótel Kjarnalundi 12.október 2019
Frétt af málþingi má sjá HÉR.
Videokynning fyrirlesara (Youtube-myndbönd: 1 2 3 4 5 6 7 8 9 )