top of page

Lög FSVf

Lög félags skógarbænda á Vestfjörðum.

1. gr.

Félagið heitir Félaga skógarbænda á Vestfjörðum. Félagssvæðið er starfssvæði Skjólskóga á Vestfjörðum. Heimili þess og þess og varnarþing er heimili formanns hverju sinni.

2. gr.

Félagsmenn geta þeir orðið, sem eru eigendur og/eða ábúendur á lögbýlum á starfssvæði Skjólskóga á Vestfjörðum og stunda eða hyggjast stunda skógrækt á jörðum sínum.

3. gr. Skógrækt í skilningi laga þessara er: Ræktun jólatrjáa, timburskóga, skjólskóga, beitar og fjölnytjaskóga, svo og viðhald og endurnýjun eldri skóga.

4. gr.

Markmið félagsins er:

  • Að vera samtök og málsvari þeirra er stunda eða hyggjast stunda skógrækt á félagssvæðinu, samkvæmt gr. 2 og 3 í lögum þessum.

  • Að vera vettvangur samskipta milli félagsmanna og vettvangur almennrar umræðu, ásamt fræðslu um skógrækt.

  • Að gæta hagsmuna félagsmanna og vera í fyrirsvari fyrir þá gagnvart þriðja aðila, óski félagsmenn eftir því.

5. gr.

Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins og skal haldinn fyrir lok júnímánaðar ár hvert. Til hans skal boðað bréflega með minnst 14. daga fyrirvara og er hann þá lögmætur. Einfaldur meirihluti athvæða ræður úrslitum mála, nema annars sé getið í lögum þessum. Aðalfundur skal kjósa stjórn og trúnaðarmenn úr hópi félgsmanna, kosningar skulu vera bundnar (uppástungur). Sé stungið upp á fleiri mönnum en kjósa skal, skal kosning vera skrifleg og leynileg. Aðalfundur getur áhveðið að kosningar séu óbundnar og leynilegar. Á aðalfundi gerir stjórn félagsins grein fyrir stöfum á liðnu starfsári og leggur fram endurskoðaða reikninga. Reiknisár félagssins er almanaksárið. Árgjöld félagssins skulu áhveðin árlega á aðalfundi. Eitt árgjald greiðist af lögbýli auk þess greiðir hver félagsmaður árgjald. Stjórn félagsins getur boðað til aukafundar þegar hún telur ásæðu til, eða ef einn þriðji félgsmanna æskir þess . Skal boðað til aukafundar símleiðis eða á annan sannarlegan hátt.

6. gr.

Stjórn félagsins skipa þrír félagsmenn og jafn margir til vara. Kjörtímabil er þrjú ár, þannig að ár hvert skal kjósa um einn stórnarmann og einn varamann. Stjórn skiptir með sér verkum að loknum aðalfundi. Tveir skoðunarmenn og varamenn þeirra skulu kosnir árlega. Stjórn félagsins fer með málefni þess milli aðalfunda. Hún má ekki skuldbinda félagið fjárhagslega umfram það sem kemur fram samþykktum aðalfundar. Stjórnin heldur skrá yfir félagsmenn og skal hún liggja frami á aðalfundi. Aðalfundur tilnefnir úr hópi félaga einn aðalmann og einn varamann í stjórn Skjólskóga á Vestfjörðum til fjögurra ára í senn.

7.gr.

Lögum félagsins verður aðeins breytt á aðalfundi. Tillögum til lagabreytinga skulu berast til stjórninni, fyrir 15. mars og skulu þær sendar út með fundarboði. Minnst tveir þriðju greiddra athvæða á aðalfundi þarf til að breyta lögum félagsins.

8. gr.

Nú kemur fram tillaga að félaginu skuli slitið og skal hún þá sömu meðferð og tillaga til lagabreytinga, sbr.

9. gr.

Lög þessi öðlast gildi með samþykkt stofnfundar samtakanna

Samþykkt á stofnfundi félagsins 2. september 2000.

bottom of page