Verkefni janúar mánaðar hjá jólatrjáaframleiðendum
Else Möller, skógfræðingur
Nú er nýja árið byrjað og ný tækifæri bíða framundan. Tækifæri tengd jólatrjáaræktun er málefnisem sífellt fleiri eru að huga að.Fyrir þau sem hafa selt jólatré og jólagreinar fyrir jólin er gagnlegt að gera upp stöðuna. Það geturvera gott að eiga tölurnar fyrir hvert ár til að bera saman. Bæði fyrir einstaka bændur og fyrirjólatrjáagreinina almennt til að fá heildartölu og þar með yfirlit yfir Ísland í heild.Markmið okkar er til framtíðar að verða sjálfbær með jólatré og greinar.Tölu sem getur vera gott að taka saman: Fjöldi trjáa sem seldisto Tegundiro Stærð Fjöldi kg af greinumo Tegundir Fjárhagslegt uppgjöro Gjöld vegna sölunnaro AnnaðTekjur af sölu Þegar það er frá og það er enn dimmt og vetralegt úti getur verið gott að sökkva sér ofan í áhugavertfræðsluefni. Því fylgir þessu fréttablaði áhugaverð grein á ensku sem er þýdd yfir á íslensku: Ræktunkorkfjallaþins og fjallaþins eftir Jennifer Jensen o.fl. Þýtt af Sigríði Hjartardóttur, Múlakoti o.fl. Greininer löng en þess virði að taka sér tíma til að fara vel yfir. Í íslenska textanum er vísað í myndir sem eru íensku greininni.Greinin fjallar um ræktunarferli þintegunda frá A til Ö og gefur lesenda góða innsýn og yfirlit. Hún erfræðigrein, skrifuð af vísindamönnum frá háskólanum í Idaho, USA en hún er samt praktísk oggagnleg á margan hátt.Aðrar leiðir til að afla sér upplýsinga er að sækja námskeið, þemadaga eða slíkt sem tengistjólatrjáaræktun. Það er oft gott að heyra, sjá og prufa verkþætti sem tengjast ræktunarferlinu. Gottað taka þátt í umræðum og hitta fólk með sama áhugamál. Málið er þó stundum að það erkostnaðarsamt að sækja námskeið, ekki síst fyrir fólk í dreifbýli.Til að koma til móts við þetta hafa Bændasamtök Íslands stofnað sjóð „Starfsmenntasjóður bænda“,sem er að finna undir www.bondi.is Í þennan sjóð er hægt að sækja um styrk fyrir þátttöku ístarfstengdum námskeiðum á hverju ári allt að 33.000 kr á mann. Sjóðurinn er einungis fyrirskógarbændur/bændur í dreifbýli með fasta búsetu á lögbýli og stunda búnaðargjaldskyldan rekstur.Hægt er að lesa meira um reglur starfsmenntasjóðs bænda á heimasíðunni þar sem líka eru rafrænumsókn og umsóknaeyðublað sem hægt er að prenta út og senda inn til Bændasamtakanna.Á heimasíðunni (www.bondi.is) er fyrst farið inn í Starfsmenntasjóður. Þá birtist StarfsmenntasjóðurSBÍ og hér möguleikar á að fara inn á: Rafræn umsókn, Umsóknareyðablað og ReglurStarfsmenntasjóðs bænda (Sjá myndirnar hér fyrir neðan).1.2.Frekari spurningar þá hafið endilega samband! (GSM: 867-0527).EM 18.01.2016