Fundur 1
Stjórnarfundur Félags skógarbænda á Norðurlandi. Haldinn í Gömlu Gróðrarstöðinni á Akureyri þann 20. janúar 2015 kl. 13:00 Mætt voru : Páll Ingvarsson formaður, Davíð Herbertsson meðstjórnandi, Sigrún Þorsteinsdóttir meðstjórnandi, Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari, Sigurlína Jóhannesdóttir gjaldkeri og Anna Ragnarsdóttir stjórnarmaður FSN í LSE. Auk þess sat Valgerður Jónsdóttir framkv.stjóri Norðurlandsskóga fundinn. Dagskrá: 1. Aðalfundur - hvar og hvenær Stefnt á að halda fundinn á Vöglum í Fnjóskadal síðar í sumar, tímasetning ákveðin síðar. Bréfið sem ákveðið var á síðasta fundi að senda til stjórnar LSE verður sent til þeirra eftir þennan fund og afrit til Önnu Ragnarsdóttur sem sæti á í stjórn LSE. 2. Innheimtukerfi - félagsgjöld Farið yfir félagalistann og stemmt af hvernig viðskiptastaða er gagnvart félaginu. Páll hefur samband við formenn hinna félaganna til að fá upplýsingar um hver félagsgjöldin eru og hvernig innheimtuformið er hjá þeim. Líklegast getum við ekki innheimt felagsgjöld þessa árs, fyrr en eftir næsta aðalfund. 3. Fréttir frá LSE Anna Ragnarsdóttir varaformaður LSE. Farið hefur verið á fund ráðherra og segir Anna að enga peninga sé að hafa frá ráðuneytinu, LSE á fé til að halda Hrönn í starfi eitthvað áfram, samningurinn rennur líklegast út í mars 2015. Hugsanlega er hún til í að vera eitthvað lengur, þá í tímabundinni ráðningu. Ráðherra leggur til að stofnuð verði kolefnisbindingsnefnd. Fundi slitið kl. 15:15 Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari.
Fundur 2
Stjórnarfundur Félags skógarbænda á Norðurlandi. Fundur í stjórn Félags skógareigenda á Norðurlandi haldinn 22. júní í Gömlu gróðrarstöðinni kl.16:00 Mætt eru: Páll Ingvarsson, Davíð Herbertsson, Sigurlína Jóhannsdóttir og Sigrún H. Þorsteinsdóttir. Helga S Bergsdóttir ritari boðaði forföll. Rætt var um félagsgjöldin. Ljóst er að það þarf að hækka þau, spurning um hvort þau eigi að hækka úr 7.500 kr. eða í 8.000 kr. Einnig þarf að ákveða hvort greitt er 1 gjald fyrir hjón eða 1 gjald á nafn í félagaskrá. Ákveðið að fjalla um þessar tilögur á aðalfundinum og taka ákvörðun þar. Aðalfundurinn verður haldinn 11. júlí í Vaglaskógi í tengslum við Skógardaginn sem Norðurlandsskógar, Skógrækt ríkisins, Skógræktarfélag Eyfirðinga, Félag skógarbænda á Norðurlandi, Skógræktarfélag Suður-Þingeyinga, Skógfræðingafélag Íslands og gróðrarstöðin Sólskógar standa að. Ákveðið að hafa súpu og brauð á fundinum þar sem hann mun byrja kl.11:00. Páll sér um að fá súpu á fundinn. Samið var við Brynjar Skúlason um að koma út auglýsingu um fundinn þar sem ljóst er að Björkin mun ekki koma út fyrir þennan fund. Það er komið að Páli og Sigurlínu að ganga úr stjórn, Sigurlína gefur kost á sér áfram en Páll ekki. Aðeins var rætt um kurlaramál. Á Eyjafjarðarsvæðinu er verktaki sem getur tekið að sér verkefni en í Þingeyjarsýslu er enginn sem og í Húnavatnsýslum. Í Skagafirði er kurlari hjá Endurvinnslustöðinni Flokku og geta þeir kurlað fyrir fólk ef það kemur með viðinn til þeirra en vegna stærðar og þunga er hann ill færanlegur. Sameiginlegur kurlari virðist ekki vera fýsilegur kostur samkvæmt fyrri reynslu og verður því í framtíðinni að treysta á verktaka. Gjaldkerinn minnti formann á að telja upp styrki í gjöfum fyrir aðalfundinn í skýrslu sinni á aðalfundinum t.d. skyrdrykki frá MS og fordrykk frá Sveitarfélaginu Skagafjörður. Uppi eru hugmyndir um sameiningu í skógargeiranum sem koma frá ráðherra. Við fengum blöð í hendurnar sem á voru „Drög að sameiningu skógargeirans, sýn LSE á þau“ en þar sem það átti að skila þessu til ráðherra morguninn eftir og afar lítill tími til stefnu, sumir voru að heyra um þetta í fyrsta skipti þá treystum við okkur ekki til að gefa álit á þessu máli. Fleira ekki gert, fundi slitið. Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir ritaði í fjarveru Helgu Bergsdóttur
Fundur 3
Stjórnarfundur Félags skógarbænda á Norðurlandi. Haldinn í starfsstöð Skógræktar ríkisins í Vaglaskógi í Fnjóskadal þann 11. júlí 2015 kl. 13:00 Mætt voru : Baldvin Haraldsson, Davíð Herbertsson, Sigrún Þorsteinsdóttir, Helga Sigurrós Bergsdóttir og Sigurlína Jóhannesdóttir. Dagskrá: Stjórn skiptir með sér verkum. Sigurlína Jóhannesdóttri tekur að sér formennsku, Sigrún Þorsteinsdóttir, varaformennsku, Davíð Herbertsson tekur við gjaldkerastarfi af Sigurlínu, Helga Sigurrós Bergsdóttir verður áfram ritari og Baldvin Haraldsson meðstjórnandi. Stjórnir er sammála um að skora á Önnu Ragnarsdóttur að gefa áfram kost á sér í stjórn LSE sjái hún sér það fært. Fundi slitið kl 13:10 Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari.
Fundur 4
Stjórnarfundur Félags skógarbænda á Norðurlandi. Fundur í stjórn Félags skógareigenda á Norðurlandi haldinn 7. ágúst 2015 í Gömlu gróðrarstöðinni kl.11:00 Mætt eru: Sigurlína Jóhannsdóttir, Davíð Herbertsson, Sigrún H. Þorsteinsdóttir og Baldvin Haraldsson. Valgerður Jónsdóttir framkvæmdarstjóri Norðurlandsskóga sat einnig fundinn. Helga Bergsdóttir boðaði forföll. Rætt var um útgáfu Bjarkarinnar. Samstarf hefur verið milli FSN og Norðurlandsskóga um útgáfuna og hefur Valgerður séð um hana. Stefnum að áframhaldandi samstarfi og Norðurlandsskógar munu einnig nota Björkina til að koma skilaboðum til skógarbænda eins og verið hefur. Stefnt er að útgáfu í annari viku september. Kostnaður við að koma Björkinni út, er um 20.000 kr í hvert skipti sem Norðurlandsskógar hafa borið. Kynning á nýrri stjórn og útskýring á félagsgjöldum mun verða meðal efnis í næsta riti. Baldvin kom með tillögu að Davíð sendi inn vísu í hvert rit. Næst var rætt um aðalfund LSE 2. og 3.oktober í Stykkishólmi. Sigrún, Davíð og Baldvin stefna á að fara en formaðurinn, Sigurlína á ekki heimangengt þessa daga. Hvatt var til að samnýta bíla sé þess nokkur kostur. Formaður ætlar að panta fyrir aðalfundinn og kom fram að félagið borgar mat, fundarsetu og gistingu fyrir stjórnarfólk. Öllum félögum í FSN er heimil fundarseta á aðalfundi. Rætt var um tillögur á aðalfund. Tillaga 1. Stjórn FSN beinir til umhverfisráðherra að við sameiningu skógargeirans verði þess gætt að tryggt verði aukið fjármagn til nýskógræktar og umhirðu í skógum bænda. Einnig að þjónusta við skógarbændur verði ekki skert. Tillaga 2. Stjórn LSE beiti sér fyrir að samræmi sé í félagsgjöldum félaganna. ( ritari hefur sett spurningamerki við þessa tillögu í glósunum). Anna Ragnarsdóttir núverandi fulltrúi okkar í LSE gefur ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Verið er að vinna í þeim málum og Sigrún gefur kost á sér sem varamaður. Ræddum lítilega um ferðakostnað okkar á stjórnarfundi en frestuðum umræðu um það þar til stjórn er fullskipuð. Ræddum um innheimtu félagsgjaldanna samkvæmt ákvörðun aðalfundar.Sigurlína ætlar að vinna í félagatalinu og ræða við starfsfólk bankans um framkvæmd innheimtunar. Gengið var frá breytingu á prókúruhafa fyrir félagið. Fleira ekki gert og fundi slitið. Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir.