top of page

Stjórnarfundir FSN- 2016

Helga Sigurrós Bergsdóttir

Fundur 1

2016-02-15

Stjórnarfundur Félags skógarbænda á Norðurlandi.

Fundur í stjórn Félags skógarbænda á Norðurlandi haldinn 15. febrúar 2016 kl.15:00 í Gömlu gróðrarstöðinni á Akureyri.

Mætt eru: Sigurlína Jóhannsdóttir, Davíð Herbertsson, Sigrún H. Þorsteinsdóttir, BaldvinHaraldsson og Helga Sigurrós Bergsdóttir. Valgerður Jónsdóttir framkvæmdarstjóriNorðurlandsskóga og Agnes Guðbergsdóttir Hróarsstöðum, fulltrúi félagsins í stjórn LSEsátu einnig fundinn.

Dagskrá:

1. Aðalfundur hvar og hvenær ofl. Ákveðið að halda aðalfundu félagins miðvikudaginn 24. febrúar kl. 15:00 í Gömlugróðrarstöðinn á Akureyri. Einnig var ákveðið að fá Þröst Eysteinssonskógræktarstjóra til að halda fyrirlestur um sameiningarmálin. Veitingar á fundinumverða pantaðar frá einhverri veisluþjónustu, Lína sér um það. Björkin verður send út ámorgun, með auglýsingu um aðalfundinn og upplýsingapistil um áformuðsameiningarmál sem Valgerður hefur sett saman.

2. Akstur og ferðakostnaður á stjórnarfundi og önnur embættisverkÁkveðið var að miða við að greiða 50 kr. á km. fyrir akstur á fundi, reyna að samnýtabíla sem kostur er. Greiddur er útlagður kosnaður vegna flugferða formanns áformannafundi og aðra fundi sem stjórn ákveður að formaður sitji fyrir höndfélagsins. Senda fundargerðir stjórnarfunda til Agnesar, til upplýsinga og til Hrannartil að setja á heimasíðu LSE.

3. Önnur málHugmynd að skógargöngu um Silfrastaðaskóg, t.d. súpa í upphafi og ketilkaffi í skógi.Tillaga að dagsetningu 30. júní 2016. Ræða þarf við viðkomandi skógarbónda umþessa hugmynd.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Helga Sigurrós Bergsdóttir

Helga Sigurrós Bergsdóttir

Fundur 2

2016-02-24 Stjórnarfundur Félags skógarbænda á Norðurlandi. Haldinn í Gömlu Gróðrarstöðinni á Akureyri þann 24. febrúar 2016 kl. 17:30 Mætt voru : Baldvin Haraldsson, Davíð Herbertsson, Sigrún Þorsteinsdóttir, Helga Sigurrós Bergsdóttir og Sigurlína Jóhannesdóttir. Dagskrá: 1. Stjórn skiptir með sér verkum. Sigurlína Jóhannesdóttri verður formaður áfram, Sigrún Þorsteinsdóttir, varaformaður, Davíð Herbertsson gjaldkeri, Helga Sigurrós Bergsdóttir, ritari og Baldvin Haraldsson meðstjórnandi. 2. Verkefni framundan. Rætt aðeins um fund sem stýrihópur um sameiningarmálin ætlar að halda 7. mars 2016 með skógareigendum. Skógargangan í Silfrastaðaskógi 30. juní 2016, rætt um koma auglýsingu í héraðsmiðlana þegar nær dregur, hafa súpu í upphafi göngu og kaffi í skógi í lokin. Hrafnagilshátiðin í byrjun ágúst. Félagið tekur þátt í að kynna skógargeirann, Norðulandsskógverkefnið og FSN,stjórn tekur að sér einhverja vinnu þessa daga. Fundi slitið Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari.

Helga Sigurrós Bergsdóttir

Fundur 3

2016-08-29

Stjórnarfundur Félags skógarbænda á Norðurlandi.

Haldinn í Gömlu Gróðrarstöðinni á Akureyri þann 29. ágúst 2016 kl. 14:00

Mætt voru : Baldvin Haraldsson, Davíð Herbertsson, Sigrún Þorsteinsdóttir, Helga SigurrósBergsdóttir, Sigurlína Jóhannesdóttir og Agnes Guðbergsdóttir, fulltrúi félagsins í stjórn LSE.Einnig sat Valgerður Jónsdóttir fundinn.

Dagskrá:

1. Staða mála –SKÓGRÆKTIN

Valgerður upplýsir um stöðu mála.Staða framkvæmdastjóra Norðurlandsskóga hverfur og verkefnin skiptast niður á hinar ýmsudeildir, en þó verður rekstur verkefnanna óbreyttur út árið.Skipurit hefur verið teiknað upp og skiptast verkefnin í skógarauðlindasvið, en þar undir fallalandshlutaverkefnin, og rannsóknarsvið.Rekstrar- og samhæfingarsvið ásamt fagmálastjóra skarast við þau tvö fyrrnefndu. Sviðsstjóriskógarauðlindasviðs er Sigríður Júlía Brynleifsdóttir.Rætt um að ferli vegna umsókna um skógarverkefnin þurfi að vera skýrt, hver hafi þau áhendi.

2. Aðalfundur LSE á Egilsstöðum

Aðalfundur LSE verður haldinn á Egilsstöðum 8. október nk. Baldvin og Davíð fara áfundinn, óvíst með hvort Sigrún og Sigurlína geti farið en Helga er upptekinn þessa helgi.Rætt um að setja saman tilllögu til að fara með á aðalfundinn, þar sem okkur finnst að LSEmætti vera sýnilegra, hafa etv. Meiri samskipti út á við, vera meira í sambandi við formennfélaganna og einnig að heimasíðan mætti vera virkari. Unnið verður að því að setja samantillögu, tölvupóstur notaður til samskipta. Við auglýsum aðalfundinn í Björkinni.

Verkefni framundan.

Stefnt að aðalfundi í lok mars – byrjun apríl 2017. Tillag um að koma á fræðslufundi einusinni á ári eða vera með fræðsluerindi í tengslum við aðalfund. Nú fer að líða að því aðáherslubreytingar verði í skógarverkefnunum, komið að grisjunum, slóðagerð ogtvítoppaklippingum.

Fundi slitið kl. 16:00

Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari.

Helga Sigurrós Bergsdóttir

Fundur 4

2016-11-18

Stjórnarfundur Félags skógarbænda á Norðurlandi. Stjórnarfundur, haldinn í Félagi skógarbænda á Norðurlandi, 18. nóvember 2016 kl. 14:00.

Mætt: Sigurlína Jóhannesdóttir og Baldvin Harladsson. Aðrir stjórnarmenn boðuð forföll vegnaveðurs. Einnig sátu fundinn, Agnes Þórunn Guðbergsdóttir, stjórnarmaður LSE og ValgerðurJónsdóttir, starfsmaður Skógræktarinnar, sem jafnframt skrifaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Erindi frá LSE

 Skipun í starfshóp LSE, um hlutverk samtakanna.Samþykkt að leita til Bjartmars Freys Erlingssonar, skógarbónda á Hamri í Langadal.

 Könnun á áhuga félagsmanna á námskeiðum

LSE beinir því til aðildarfélaganna, að þau finni leiðir til að kanna áhuga á meðal félagsmanna ánámskeiðum. Talsverðar umræður urðu um þessi mál og menn sammála um nauðsyn þess aðfélagsmönnum stæðu til boða námskeið tengd skógrækt. Samfara þeim skipulagsbreytingum sem núeiga sér stað í skógargeiranum, með tilkomu Skógræktarinnar, hefur verið stofnaður hópur semhefur það verkefni að gera tillögu að fræðslu- og kynningarmálum. Samþykkt að kanna hvort LSE getihaft aðkomu að þeirri vinnu.

 LSE hefur kynnt aðildarfélögunum, að til umræðu sé að breyta aðalfundarformi samtakannaþannig að á aðalfundi samtakanna verði einungis fulltrúar frá aðildarfélögunum meðatkvæðisrétt, en áfram verði fundurinn öllum félagsmönnum opinn. Því er beint tilaðildarfélaganna að þau ræði þessa tillögu á meðal sinna félagsmanna. Skiptar skoðanir eruá þessum málum innan stjórnar Félags skógarbænda á Norðurlandi. Samþykkt að taka máliðtil umræðu á næsta aðalfundi félagsins.

2. Aðalfundur Félags skógarbænda á Norðurlandi Ætlunin var að ákveða stað og stund fyrir næsta aðalfund, en í ljósi þess hversu margir stjórnarmennvoru ekki mættir, var ákveðið að fresta þessum lið til næsta stjórnarfundar.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 15:30

bottom of page