Laugardaginn 14.apríl 2018 var haldið námskeið í ungskógaumhirðu á Hvanneyri af frumkvæði Félags skógarbænda á Vesturlandi. LBHI hélt utan um námskeiðið og var Hlynur Gauti Sigurðsson fyrirlesari með dyggri aðstoð Guðmundar Siguðrssonar, skógræktarráðgjafa á Vesturlandi. Frá árinu 2010-2017 höfðu þau Hlynur og Sherry Curl haldið samskonar námskeið á Fljótsdalshéraði, alls 7 skipti. Þetta áttunda skipti var því í fyrsta skipti sem það er haldin utan Austurlandsfjórðungs. Námskeiðið miðaði aðallega að umhirðu á lerki og furu.
Morguninn fór fram innandyra í formi fyrirlestra um Millibilsjöfnun (bilun/snemmgrisjun) og trjásnyrtingu (tvítoppaklipping, snyrting og uppkvistun). Eftir hádegið var farið í Steindórsstaði í Reykholtsdal þar sem húsráðandinn, Guðfinna Guðnadóttir, tók á móti okkur. Á Steindórsstöðum mátti finna ýmsar skógargerðir og fengu þáttakendur að meta skóg og sjá hvernig millibilsjöfnun fer fram. Trjásnyrtingum voru einnig gerð skil og skeggrætt mikið um ýmsar úrfærslur. Um kaffileytið var brunað sem leið lág í Logaland og hittum þar á Hraundísi Guðmundsdóttur, skógræktarráðgjafa á Vesturlandi og heimamann, en hún hellti upp á ketilkaffi og furunálate. Tekinn var stuttur göngutúr um svæðið þar sem danskur skóg-listamaður, Johan Grønlund, hafði unnið við gerð skúlptúra víðs vegar um svæðið. Námskeiðið endaði á nágrannajörðunum í Deildartungu og Gróf en þar voru tveir ólíkir lerkireitir millibilsjafnaðir tveimur árum áður.
Þátttakendur á námskeiðinu voru 9
Bergþóra Jónsdóttir, Hrútsstöðum í Laxárdal
Guðmundur Sigurðsson, Oddsstöðum í Lundareykjadal
Benedikt Eyjólfsson, Búðardal á Skarðsströnd
Margrét Beta Gunnarsdóttir, Búðardal á Skarðsstönd
Jón Zimsen, Innra Leiti Skógarströnd
Knútur Dúi Kristján Zimsen Innra Leiti Skógarströnd
Guðbrandur Brynjúlfsson, Brúarlandi
Guðmundur Rúnar Vífilsson, Ferstiklu í Hvalfirði
Margrét Stefánsdóttir, Ferstiklu í Hvalfirði
Myndir tóku: Valgerður Backman Jóhannesdóttir, Guðmundur Sigurðsson og Hlynur Gauti Sigurðsson,