top of page

NÁMSKEIÐ!!! -Viðburðastjórnun í skógrækt


Leiðbeinendamenntun í skógarfræðslu - Kjarnaskógi

Viðburðastjórnunarnámskeið fyrir skógræktarfólk

Námskeiðið er opið öllum þeim sem vilja læra að leiðbeina fólki að tálga og standa að útieldun á skógarviðburðum, eins og skógardögum, útikennslu ofl.

Það hentar t.d skógareigendum, skógræktarfólki, almennum kennurum, smíðakennurum, sumarbústaðafólki, handverksfólki sem og öðrum.

Á námskeiðinu:

  • Lærir þú að, leiðbeina þeim sem vilja prófa að tálga á öruggan hátt á örnámskeiði.

  • Lærir að hafa stjórn á aðstæðum, stilla hópnum upp og búa til notalegar og skapandi kringumstæður í skógarumhverfi.

  • Verða kynnt áhöld og búnaður til eldiviðargerðar og útieldunar og prófaðar ýmsar leiðir við eldun og matargerð utandyra.

  • Lærir þú um hvernig eldiviðargerðin og eldunin er tengd lífríki trjánna með kolefnisbindingu, súrefnislosun og þeirri hringrás sem lifir í trjám og nýtingu viðarins.

  • Verður fjallað um stjórnun, kynningu, staðsetningu, öryggismál, merkingar og umgjörð á fræðslustöð um útieldun og eldiviðargerð á skógarviðburði.

  • Verður fjallað um kennsluhætti og aðferðir leiðbeinandans við kennsluna.

  • Ofl. ofl.

Leiðbeinandi: Ólafur Oddsson fræðslustjóri Skógræktarinnar og verkefnisstjóri Lesið í skóginn.

Tími: Fös. 27. apríl. kl. 9:00-16:00 Skf. Eyfirðinga Kjarnaskógi, Akureyri. Verð: 17.000 kr. (Kaffi og hádegissnarl og gögn innifalin í verði).

Skráningafrestur er til 23. apríl.

Ólafur Oddsson hefur haldið fjöldan allan af námskeiðum um notagildi skógaafurða og öllu sem viðkemur skógi.

bottom of page