AÐEINS ÁTTA SÆTI EFTIR !!!
Danski skógurinn -Vettvangsferð til Jótlands
Fyrirhuguð er sérsniðin skógarbændaferð til Danmerkur.
Dagsetning: Föstudaginn 23.ágúst - þriðjudagsins 27.ágúst (4 nætur)
Verð:
92.000 kr á einstaklinginn, miðað við tveggja manna herbergi (sem sagt 184.000 kr á hjón).
112.000 kr á einstaklinginn, miðað við eins manns herbergi.
Staðfestingagjald á hvern einstakling er 20.000 kr
Innifalið:
Flugferð með IcelandAir
frá Keflavík-Billund (Áætluð brottför kl 16:15)
frá Billund-Keflavík (Áætluð lending kl 22:45)
Rútuferð frá Billund til Skive (báðar leiðir)
Gisting í fjórar nætur með morgunverði á Hotel Strandtangen.
Nýlegt hótel staðsett við hafið.
Rútuferðir og leiðsögn skógfræðingsins Christens Nørgaard alla dagana. Christen skilur helling í íslensku en mun væntanlega leiðsegja á ensku eftir behag.
Dagskrá:
- Heimsókn til dansks skóagrbónda.
- Skoðuð verður nýskógrækt og gróðursetning
- Farið verður í gamlan skóg og kynnt meðhöndlun skógarins
- Farið verður á gróðrarstöð og fræi fylgt úr hlaði.
- Kurlvinnsla til kyndingar
- Jólatrjáarækt
- Skjóbeltarækt
- Hede Danmark
- ...
Upplýsingar og skráning:
Einungis 35 komast í ferðina. Fyrstir bóka fyrstir fá.
Ferð þarf að vera að fullu greidd fyrir 1. júlí.
Skráning fer fram hjá Hlyni Gauta á netfanginu hlynur@skogarbondi.is eða í síma 7751070.
ATH, Greiðsla á staðfestingargjaldi telst staðfesting á bókun.
Greiðsluupplýsingar
Kvikland ehf.
kt: 710712 0690
Reikningur: 0305-26-7172