Aðalfundur LSE verður fulltrúafundur í ár
Dagsetning: Laugardagurinn 15.maí 2021 (Hefst kl 10:00 og áætluð dagskrárlok kl 16:00)
Staðsetning: Borgarnes
Fundaraðstaða: Menntaskóli Borgarfjarðar- Hjálmakletti
Gisting: Framboð á næturgistingu er gott á svæðinu. T.d. Hótel B59 (handan götunnar), Hótel Hamar, Hótel Hafnarfjall. Verðbil er gjarnan um 10.000 -15.000 krónur.
Fundinum verður streymt á
Val fulltrúa
Fulltrúar fundarins eru valdir með eftirfarandi móti.
Miðað við fjöldatakmörkun 50 manns.
- LSE stjórn = 5 manns
- Hvert aðildarfélag má senda inn 3 fulltrúa, 15 alls.
- Starfsmenn fundarins eru 4 (Fundarstjóri, 2 ritarar og framkvæmdastjóri LSE)
- Aukafulltrúi fyrir hverja 25 félagsmenn á hvert félag:
FSS=7 FSN=6 FSA=5 FSV=4 FSVfj=4, 26 manns alls.
(mælst til að hafa jafna dreifingu um landsvæði félaganna)
Venjubundnum gestum aðalfundar LSE var ekki boðið til fundar að þessu sinni vegna fjöldatakmarkana.
Pappírslaus fundur
Lagt er til að fundarmenn hafi með sér tölvu því fundargögn verða rafræn.
Dagskrá
10:00 Setning fundar
10:15 Skýrsla stjórnar 2021 (Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður LSE)
10:30 Ársreikningur 2020 (Rúnar Vífilsson, gjaldkeri LSE) (Ársreikningur 2019)
10:45 Umræður um skýrslu stjórnar
11:00 Tillögur fundarins lagðar fram (sjá neðar)
11:15 Megin mál fundarins -Sameining við Bændasamtök Íslands (Fulltrúi BÍ))
12:15 Hádegishlé
13:00 Aðsendar tillögur (sjá neðar)
13:30 Tillögur afgreiddar
15:00 Kaffihlé
15:20 Kynning á skýrslu Skógarfangs- Horft fram á við (Björn B. Jónsson)*
15:30 Umræður
15:40 Kynning á Kolefnisbrúnni (Hlynur Gauti Sigurðsson)
15:50 Umræður
16:00 Áætluð fundarlok
Engin árshátíð
Tillögur fyrir aðalfund LSE í Borgarnesi 2021
Lagðar fram af stjórn LSE
1. Sameining við Bændasamtök Íslands
„Aðalfundur Landssambands skógareigenda, haldinn í Menntaskóla Borgarbyggðar í Borgarnesi 15.maí 2021, leggur til að LSE sameinist Bændasamtökum Íslands, án slita LSE. Sameiningin taki gildi 1. júlí 2021. Nýjar samþykktir fyrir LSE með takmarkaða starfsemi liggja til grundvallar tillögunni ásamt fylgigögnum sem varða nýtt félagskerfi.“
Fylgigögn:
1. Nýjar samþykktir LSE
2. Tillaga um nýtt félagskerfi ásamt fylgigögnum sem samþykkt var á Búnaðarþingi 2021.
3. Tillaga um félagsgjöld miðað við nýtt félagskerfi, samþykkt á Búnaðarþingi 2021
4. Tillaga um fjárhagsáætlun miðað við nýtt félagskerfi, samþykkt á Búnaðarþingi 2021
5. Drög að nýjum samþykktum Bændasamtaka Íslands sem lögð verða fyrir til samþykktar á
Aukabúnaðarþingi 10. júní 2021
Tillaga lögð fram af stjórn LSE
Fylgiskjal 1
Fylgiskjal 2
Fylgiskjal 3
Fylgiskjal 4
Fylgiskjal 5
2. Sameining við Bændasamtök Íslands, seta stjórnar
„Aðalfundur Landssambands skógareigenda, haldinn í Menntaskóla Borgarbyggðar í Borgarnesi 15.maí 2021, leggur til að ef fyrri tillaga (sameining við BÍ) verði samþykkt að núverandi stjórn og varastjórn LSE sitji óbreytt til Búgreinarþings 2022. Óháð lögum LSE.“
Greinargerð:
Í lögum LSE má stjórnarmaður sitja í stjórn í 8 ár eða skemur. Sitjandi formaður hefur setið í 8 ár í stjórn og hefði, við eðlilegar kringumstæðum, átt að stíga til hliðar á þessum fundi. Stjórn Bændasamtakanna hefur óskað eftir því að sitjandi stjórnir búgreina, sem vilja sameinast Bændasamtökunum, sitji a.m.k. til búnaðarþing 2022 til aðlögunar við breytt kerfi.“
Tillaga lögð fram af stjórn LSE
3. Árgjöld
,,Aðalfundur Landssambands skógareigenda, haldinn í Menntaskóla Borgarbyggðar í Borgarnesi 15.maí 2021, leggur til að ef tillaga 1 (sameining við Bændasamtök Íslands) er samþykkt verði ekki innheimt félagsgjöld til LSE þetta árið (2021).
Greinargerð
Þess í stað munu Bændasamtökin innheimta hálft árgjald um mitt þetta ár þar sem núverandi félögum í LSE er boðið að gerast félagsmenn Bændasamtaka Íslands. Ef tillaga 1 verður ekki samþykkt er lagt til að árgjöld verði óbreytt frá fyrra ári eða eða kr. 5000 á hverja jörð og kr. 1500 á hvern skráðan félaga. Eindagi félagsgjalda sé 1. nóvember.
Tillaga lögð fram af stjórn LSE
4. Laun stjórnar
„Aðalfundur Landssambands skógareigenda, haldinn í Menntaskóla Borgarbyggðar í Borgarnesi 15.maí 2021, leggur til að ef tillögu 1 (sameining við Bændasamtökin) verður synjað að laun stjórnar verði með sama móti og fyrra ár, þ.e. taki mið af kjarasamningum FÍN og BHM; launaflokki FÍN25. Þannig verði árslaun formanns 50% af 100% mánaðarlaunum sem 1. október 2019 nema 684.056 og að laun almenns stjórnarmanns verði 35% af launum formanns og laun gjaldkera 40% af launum formanns. Árslaun formanns verða þá 342.028, laun gjaldkera 136.811 og laun almenns stjórnarmanns 119.710. Miða skal við laun 1. janúar ár hvert. Síðan verði greiddir dagpeningar fyrir fundarsetu og nefndarstörf. Ef tillaga 1 verður samþykkt verða laun stjórnar búgreinardeildar skógarbænda (ekki LSE) ákveðnar á auka búnaðarþingi í júní 2021“.
Tillaga lögð fram af stjórn LSE
Lögð til Fjárlaganefndar (1 fulltrúi frá hverju félagi)
5. Fjárhagsáætlun
Lögð fram óbreytt og er á sérblaði með aðalfundargerð.
Tillaga lögð fram af stjórn LSE
Lagt til fjárhagsnefndar (1 fulltrúi úr hverju félagi)
Tillaga lögð fram af stjórn LSE
Tillögur fyrir aðalfund LSE í Borgarnesi 2021
Aðsendar
6. Kolefnisútreikningur samningsbundinna skógræktarjarða
„Aðalfundur Landssambands skógareigenda, haldinn í Menntaskóla Borgarbyggðar í Borgarnesi 15.maí 2021, vill hvetja Skógræktina til að gefa upp kolefnisbindingu samningsbundinna jarða í skógrækt, óski skógarbóndi eftir því.“
Greinargerð:
Loftslagsmál eru í brennidepli nú um stundir. Bændur eru hvattir og jafnvel krafðir um að gefa upp losun kolefnisígilda á sínum bújörðum. Þá er mikilvægt að binding viðkomandi bújarða sé höfð með sem mótvægi við losun við þá útreikninga. Skógræktin er þjónustustofnun fyrir skógarbændur og hafa í sínum fórum gott aðgengi upplýsinga um gróðursetningar og jafnvel raunbindingu í einhverjum tilvika. Með útreikningi, byggðum á trjátegundum, landslagsgerðum og aldri gróðursettra plantna má áætla bindingu. Þess er því farið á leit við Skógræktina að vera jákvæður hvati fyrir samningsbundna skógareigendur að gefa bæði upp áætlun um þegar bundið kolefni í landinu og einnig mögulega lokabindingu, ef miðað er við t.d. 50 ára lotu.
Tillaga lögð fram af Guðmundi Aðalsteinssyni (FSA)
7. Framseljanlegar kolefniseiningar
„Aðalfundur Landssambands skógareigenda, haldinn í Menntaskóla Borgarbyggðar í Borgarnesi 24. apríl 2021, leitar til Umhverfisráðuneytis eftir því að skógarbændur geti framselt kolefniseiningar úr sínum skógum.“
Greinargerð:
Þess er farið á leit við Umhverfisráðuneytið að það gefi skógarbændum leyfi til að selja kolefnisbindingu úr sínum skógum, óháð aldri skóganna, óski þeir þess. Kolefnisbinding sem fellur til innan bændaskógræktar verður fyrst og fremst nýtt til að kolefnisjafna búrekstur bænda eða til sölu innanlands. Enda kemur skýrt fram í skógræktarsamningum að skógurinn sé eign bóndans. Þannig aukast tekjur þeirra sem vinna að skógræktinni, sem ætti að efla búsetu í dreifbýli jafnframt því að mynda skattstofn fyrir ríkið.
Tillaga lögð fram af stjórn FSA
8. Flutningur milli ráðuneyta
„Aðalfundur Landssambands skógareigenda, haldinn í Menntaskóla Borgarbyggðar, Borgarnesi 15. maí 2021, leggur þunga áherslu á að bændaskógrækt verði færð frá Umhverfisráðuneyti til Landbúnaðarráðuneytis”
Greinargerð:
Bændaskógrækt er eins og hver önnur grein landbúnaðar og því eðlilegt að hún sé undir Landbúnaðarráðuneytinu enda verða skógarbændur væntanlega aðilar að Bændasamtökum Íslands á yfirstandandi aðalfundi. Þannig skapast forsendur til þess að bændaskógrækt verði fjármögnuð í gegnum búvörusamning sem ætti að þýða öruggari fjármögnum til greinarinnar. Það er mjög mikilvægt að við uppbyggingu skógarauðlindar sé trygg fjármögnun til lengri tíma.
Tillaga lögð fram af stjórn FSA
* Skýrslan "Horft fram á við"
SWOT
Styrkleikagrening við sameiningu
Kynning um sameininguna
sem formaður hélt á fundum aðildarfélanna fyrir nokkru.
Samþykktir frá nýafstöðnu Búnaðarþingi (-PDF skjöl neðar).
1 Tillaga Bændaþings 2021
2 Samþykktir Bændaþings Íslands
3 Þingsköp Búnaðarþings
4 Drög að þingsköpum Búgreinardeildar (LSE)
5 Starfsreglur uppsillingarnefndar
6 Tillaga frá Bændaþingi 2021
- F1. Kynning á nýju félagskerfi lbndbúnaðarins
- F2. Skipulag í nýju félgskerfi
- F3. Um búgreinadeildir
- F4. Hlutverk búnaðarsambanda
- F5. Tímalína breytinga
- Félagsgjöld BÍ 2021
- Fjárhagsáætlun sameinaðra Bændasamtaka Íslands 2021 (drög)
Auka skjöl
Comments