top of page

Aðalfundur FSV

Aðalfundur FSV

Aðalfundur félags skógarbænda á Vesturlandi var haldinn á Hótel Hamri þriðjudaginn 8.apríl síðastliðinn. Sigurkarl formaður setti fundinn. Mættir voru 26 manns.  Rifjaði hann upp nokkra punkta í sögu félagsins sem stofnað var á 16 manna fundi 1997. Skemmtilegt var að tveir þessara stofnfélaga voru einmitt staddir á fundi dagsins, þeir Guðbrandur Brynjúlfsson og Guðmundur Sigurðsson. Sést vel á þeim hve skógarlífið er hollt og gott.  Tvö snemmgrisjunarnámskeið voru haldin undir leiðsögn Valdimars Reynissonar, það fyrra á Hálsi á Skógarströnd í apríl í fyrra og annað nú í apríl á Oddstöðum Lundareykjadal. Bæði námskeiðin fróðleg og heppnuðust mjög vel. Í júní, á afmæli félagsins, var farið í heimsókn að Brekkuskógi við Búðardal og svo að Hrútsstöðum, Bergþóra og Böðvar tóku á móti okkur þar, gengið var um skógræktina og síðan var öllum boðið uppá veitingar í vélarskemmunni hjá þeim. Málþing var haldið á Laugum í Sælingsdal 12.október í umsjón Félag skógarbænda á Vestfjörðum. Næsta málþing verður 11.október í Kjarnalundi í Eyjafirði.


·        Kosningar stjórnar. Sigurkarl Stefánsson formaður, Jakob Kristjánsson gjaldkeri og Helga Ragnarsdóttir  sem kom ný inn sem ritari fyrir Kristínu Magnúsdóttir. Varamenn í stjórn eru Sóley Sigurgeirsdóttir og Þröstur Theodórsson


·        Gústaf Jarl Viðarsson og Naomi Bos skógræktarráðgjafar á Vesturlandi sögðu frá  úthlutun plantna og framkvæmdum vegna skógræktar. Það voru gróðursettar um 800.000 plöntur í fyrra á Vesturlandi. Eftirspurn er mun meiri en framboðið vegna takmarkaðra fjárveitinga. Fyrirspurnir komu um áhrif lúpínu á skógrækt og eldvarnir ræddar svo eitthvað sé nefnt.


·        Hjörtur Bergmann Jónsson formaður SKOGBÍ ræddi samstarfið við Bændasamtökin sem er jákvætt og hvatti alla skógarbændur til að ganga í samtökin. Hann sagði frá væntanlegu samstarfi við samtök skógarbænda Evrópu og norðurlöndum. Og að CE vottun á burðarvið er frágengin.


·        Reynir Kristinsson hjá Kolvið talaði um kolefnisbindingu og að sala hafi minnkað síðustu ár.


·        Önnur mál. Guðrún og Jóhannes í Efri Hreppi bjóða heim í kringum 23.júni í árlega afmælisferð félagsins. Ferðin auglýst síðan.


·        Fundi slitið 19:30


Frá snemmgrisjunarnámskeiði á Oddsstöðum 22.mars.


Frá aðalfundinum, Hjörtur Bergmann í ræðustól.



Birtist fyrst í Bændablaðinu
Birtist fyrst í Bændablaðinu

コメント


bottom of page