Framkvæmdaleyfi vegna ræktunar á landbúnaðarlandi
- Skógarbændur
- Apr 4
- 1 min read
Búnaðarþing var fyrir skömmu.
Margt var brasað, margt líka sem lítur að skógarbændum, verandi og verðandi.
Hér er TILLAGA sem lítur að málum verðandi skógarbænda. Tillagan var samþykkt á þinginu
50-UMN-06_Framkvæmdaleyfi vegna ræktunar á landbúnaðarlandi
Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands, haldið í Reykjavík 20. – 21. mars 2025, beinir því til stjórnar BÍ að beita sér fyrir því að leyfisveitingarferli í landbúnaði verði einfaldað þvert á sveitarfélög, til að greiða fyrir nauðsynlegum framkvæmdum við ræktun og til að lágmarka kostnað við skipulagsmál.
Rökstuðningur: Mörg dæmi eru um að framkvæmdir til sveita tefjist eða nái ekki fram að ganga vegna sérstakra kvaða. Þá er kostnaður vegna skipulagsmála oft á tíðum verulegur. Til að hefja ræktun að einhverju tagi þarf að sækja um framkvæmdaleyfi. Í mörgum sveitarfélögum er gerð krafa um að breyta aðalskipulagi, til að mynda ef farið er í skógrækt á tiltölulega litlum reitum en breytingar á aðalskipulagi eru kostnaðarsamar. Hvetja skal sveitarfélög til að setja ekki íþyngjandi stærðarmörk um breytingar á aðalskipulagi vegna nýskógræktar, nema fyrir því liggi sterk rök. Landbúnaðarland er skilgreint í aðalskipulagi og skógrækt er landbúnaður þrátt fyrir aðra túlkun í skipulagslögum.
