Námskeið verður haldið fimmtudaginn 7. nóvember n.k. klukkan 16:30 í Garðyrkjuskólanum á Reykjum, þar sem kennt verður hvað skógurinn getur gefið okkur fyrir jólin til að lífga upp á umhverfi okkar.
Blómaskreytarnir Bryndís Eir Þorsteinsdóttir og Valgerður Jóndís Guðjónsdóttir (Blómdís og Jóndís) verða með sýnikennslu og gefa okkur líka tækifæri að prófa sjálf.
Takið með ykkur handklippur.
Námskeiðið hefst klukkan 16:30 og lýkur klukkan 19:00.
Verð er krónur 5.000 á mann.
Félagar geta tekið mér sér eitt barn, en frítt er fyrir 12 ára og yngri.
Hámarksfjöldi á námskeiðið eru 20 manns (fullorðnir).
Skráning á bjorn@bjarndal.is fyrir 1. nóvember n.k.
Comments