top of page

Loftslagsáform Dana

Dönsk stjórnvöld eru í fararbroddi hvað varðar aðgerðir og álögur í loftslagsmálum. Nú hafa þeir áform um 250 þúsund hektara aukningu skóglendis og skal því náð fyrir árið 2045. Á næstu tveimur áratugum mun skógarþekjan þeirra aukast úr 10% í 15%. Nánari útlistun er þannig að á einkalandi verður gróðursettur framleiðslumiðaður 150 þ. hektara nytjaskógur, á 80 þ. hekturum verður ósnortinn skógur og 20 þ. verða skógar í og við útmörk þéttbýlis. Auk þess er ætlunin að endurheimta votlendi og heiðarland á 140 þúsund hekturum fyrir árið 2030. Danska ríkið ver 6 milljörðum evra í verkefnið, auk viðbótaframlags upp á 1,5 milljarða frá Novo, norrænum fjárfestingasjóði.


Mathias Lykke Nygård Johansen er loftslagsérfræðingur Dönsku skógarbændasamtakanna. Hann var beðinn að halda kynningu á dönsku loftslagsaðgerðunum í dag á TEAMS. Þegar mest lét voru 27 manns á fundinum. Flestir voru frá Land og Skógi, en einnig voru starfsmenn BÍ, stjórnarliðar í deild skógarbænda, starfsfólk loftslags- og landbúnaðaráðuneytis og fleiri.

Vel fór á með fundarmönnum og fær Mathias 1000 þakkir fyrir að halda fyrirlesturinn. Hann er mikill viskubrunnur og vonandi gefst okkur tækifæri á að eiga frekara samtal við hann.


Fyrirlesturinn var haldinn að íslenskum tíma kl 11:00 – 12:15 þann 22.apríl 2025



Mathias Lykke Nygård Johansen




Comments


bottom of page