top of page

Markverðast af búnaðarþingi 2023 fyrir skógarbændur

Búnaðarþing BÍ 2023 var haldið á hótel Berjaya 30-31.mars.


Þessi þrjú atriði eru markverðust fyrir skógarbændur af þinginu.


1) Lausagöngu tillagan

Skógarbændur sendu inn tillögu af búgreinaþingi sínu til umfjöllunar á sameiginleg þing búgreinanna.


Þá var hún svona:


Stýrð sauðfjárbeit

Ársþing skógarbændadeildar BÍ, haldið á Hótel Berjaya (áður Loftleiðir) 22. febrúar 2023 beinir því til búnaðarþings BÍ að vinna að breytingum á reglum og venjum um stýringu sauðfjárbeitar. Þá þannig að hún samræmist landslögum, þ.m.t. eignarréttarákvæði stjórnarskrár. Gerð er krafa um að hagsmunaaðilar komi að þeirri vinnu.


Greinargerð: Brýnt er að horfa til lengri framtíðar þar sem teknir eru inn hagsmunir annarra en sauðfjáreigenda við gerð regluumhverfis og hefða í kringum sauðfárbeit. Hér má t.d. skoða hugmyndir um að nota fjármuni almennings frekar í að girða búsmalann inni þar sem honum er ætlað að vera frekar en að girða hann úti.


Þarf samvinnu við aðrar búgreinar

Tillaga samþykkt



Formenn búgreina deilda sauðfjár og skóga boðuðu stjórnir sínar til hádegis-staðar/teams-fundar á skrifstofu BÍ 29.mars. Fundurinn stóð frá 12:00-14:30 eða svo. Allir fundarmenn voru lausnamiðaðir í tali. Niðurstaða fundarins var eftirfarandi tillaga sem afgreidd var óbreytt á búnaðarþingi.


Landnotkun

Búnaðarþing haldið á Hótel Berjaya 30-31. mars 2023 beinir því til stjórnar Bændasamtaka Íslands að koma samræmdum leiðbeiningum til sveitarfélaga um þeirra skyldur gagnvart lausagöngu búfjár og fjallskilum með hliðsjón af annarri landnýtingu.


Greinargerð: Í framhaldi af áliti umboðsmanns Alþingis (mál nr. 11167/2021) og úrskurði dómsmálaráðuneytisins (mál nr. DMR21080053) hefur skapast mikil umræða og óvissa um hverjar skyldur annars vegar landeigenda og hins vegar búfjáreigenda eru. Fjallað er um skyldur sveitarfélaga í lögum nr. 6/1986 um um afréttamálefni, fjallskil o.fl. og lögum nr. 38/2013 um búfjárhald.


Aðstæður milli landsvæða eru breytilegar m.a. hvað varðar venjur við beit, möguleika til að girða lönd af og hvernig fjallskilum er háttað. Ólíklegt er að sömu aðferðir henti alls staðar og því nauðsynlegt að gefa skýrar leiðbeiningar til sveitarfélaga um það hvernig þau geti staðið betur að málaflokknum í samvinnu við hagaðila.



2) Hækkun félagsgjalda

Skógarbændur hafa flestir greitt félagsgjöld í lægsta gjaldþrepi, eða 15.000 kr á ári.

Þingið samþykkti tillögu fjárlaganefndar um hækkun félasgjalda upp í 30.000 kónur fyrir lægsta þrepið, þrep skógarbænda. Önnur þrep fengu einnig hækkun. Hækkunin tekur breytingum strax á þessu ári.



3) Trygging til bænda

Á þinginu var kynnt trygging sem BÍ gerði nýverið við Sjóvá-tryggingar. Tryggingin er fyrir félagsmenn BÍ og kostar 16.000 kr á félagsmann, sem félagsmenn greiða með því að vera félagsmaður í BÍ. Í frétt um trygginguna segir orðrétt um bótarétt hennar: "...Skilyrði bótaréttar er að félagsmaður hafi verið óvinnufær að lágmarki 50% í þrjá mánuði samfellt. Engar bætur greiðast þó fyrsta mánuð óvinnufærninnar. Mánaðarleg vátryggingarfjárhæð er 350 þúsund krónur fyrir algera óvinnufærni sem greiðist að hámarki í sex mánuði á bótatímanum...."



Nánar er fjallað umbúnaðarþingið í Bændablaðinu

Comments


bottom of page