Ágætu skógarbændur,
Nú styttist í Snemmgrisjunar námskeiðið á Hálsi á Skógarströnd.
Guðrún og Kristinn bjóða okkur fyrirtaks aðstöðu bæði í húsi og í skógi.
Leiðbeinandi er Valdimar Reynisson skógfræðingur.
Dagsetningin er Laugardagurinn 13. apríl.
Dagskráin hefst kl 10 og lýkur um kl 17.
Boðið er upp á súpu og brauð í hádeginu og kaffi/te +smá meðlæti síðdegis.
Mikilvægt er að áhugasamir skrái sig fljótt svo við vitum hvort af námskeiðinu getur orðið.
Best er að senda póst sem fyrst á : sigurkarlstef@gmail.com ,og tiltaka fjölda þáttakenda .
Hámarksfjöldi eru 25. Enn er pláss fyrir nokkra þátttakendur!
Þátttakendur mega koma frá öllum félögum skógarbænda, ekki eingöngu FSV
Þáttökugjald er 10.000 kr. Ef t.d. tveir eru frá einhverri jörð þá borgar annar aðilinn einungis hálft gjald.
Snemmgrisjun er lykilaðgerð í umhirðu ungskóga og í raun forsenda þess að skógurinn vaxi sem jafnast og best allt æviskeiðið.
Snemmgrisjun er líka létt og skemmtileg vinna á flestra færi-en mikilvægt er að beita réttum vinnubrögðum. Því er námskeið af þessu tagi í raun óskanámskeið skógarbóndans 🙂
Gott er að grípa með sér handverkfæri (klippur og greinasagir) þannig að hægt sé að æfa vinnubrögðin.
Með góðri kveðju
Sigurkarl, Jakob og Kristín (stjórn FSV)
Háls á Skógarströnd
Comments