top of page

Stefna FsS 2023-2050

FRÆ TIL FRAMTÍÐAR

Framtíðarsýn Félags skógarbænda á Suðurlandi 2023-2050






VERNDUN – NÝTING – NÝSKÖPUN


HLUTVERK

• Að vera samtök og málsvari þeirra sem vinna að ræktun nytjaskóga og skjólbelta á félagssvæðinu.

• Að tryggja að félagsmenn hafi aðgang að fræðslu og leiðbeiningum í skógrækt, umhirðu skóga, vinnslu og nytjum eins og þörf er á, á hverjum tíma.

• Að annast samskipti og samningagerð fyrir hönd félagsmanna við þá aðila sem félagsmenn óska eftir og tilefni er til.

• Að horfa til framtíðar og styðja og hvetja til hvers kyns vinnslu skógarafurða.


FRAMTÍÐARSÝN

Félag skógarbænda á Suðurlandi (FsS) er virkt, lifandi og sterkt hagsmunafélag skógarbænda á Suðurlandi. Félagið er frumkvöðull í að taka á málefnum skógarbænda og veita stuðning varðandi fræðslu og ráðgjöf. FsS leggur áherslu á starf fjölskyldunnar í öllu félags- og skógarstarfi


Félagið á í góðu samstarfi og samvinnu við Skógræktina, aðrar stofnanir, BÍ og önnur hagsmunafélög, bæði innlend og erlend. FsS stuðlar auk þess að tengingu milli skógarbænda og vísindasamfélags skógargeirans.


FsS stuðlar að því að innan skógarsvæða verði verndarsvæði og/eða úrtök.


Félagið stendur vörð um plöntugæði ásamt því að stuðla að lífrænni skógrækt þar sem m.a. einungis verður notaður lífrænn áburður.


FsS stuðlar að samstarfi við aðila sem vinna að nýsköpun sem tengist fjölbreyttum skógarafurðum.


Félagið er sýnilegt og virkt í samfélagsumræðu og stuðlar þar með að góðri skógarmenningu og ímynd greinarinnar.


FsS er með skógfræðing í vinnu sem aðstoðar og ráðleggur skógarbændum um þörf á umhirðu eins og uppkvistun og grisjun. Hann hefur yfirsýn yfir fellingar- og grisjunarþörf á félagssvæðinu auk þess hann heldur utan um hvað er til af fellingarhæfum skógum á hverju ári og skipuleggur trjáfellingar og flutning á timbri í samstarfi við skóga-rbændur og verktaka. Einnig er hann tengdur við timburkaupendur og gætir þess að sem besta verð fáist fyrir timburafurðir félagsmanna.



STEFNA/MARKMIÐ/AÐGERÐIR

• Efla ímynd fjölskylduvænnar nytjaskógræktar.

• Auka sýnileika félagsins.

• Auka skilning og þekkingu sveitastjórna á mikilvægi skógræktar.

• Efla félagsstarf innan FsS.

• Vera í fararbroddi um að auka samvinnu félagsins, Skógræktarinnar og annarra sem stunda skógrækt til nytja.

• Auka skógarmenningu í víðum skilningi.

• Efla fræðslu og tryggja endurmenntun fyrir skógarbændur.

• Auka afurðir skóga, fjölbreytni og afleidd störf.

• Fá Skógræktina í samvinnu við skógarbændafélögin til að gera leiðbeiningar um skógarumhirðu til að hámarka afurðagetu skóga.

• Að kolefnisbinding eldri skóga verði metin og mæld.

• Efla allt samstarf við önnur skógarbændafélög og deila þekkingu.

• Efla samtök skógarbænda á landsvísu og skapa þeim skýra framtíðarsýn að markmiðum og leiðum.

• Stuðla að auknu eftirliti með plöntugæðum.

• Að boðið verði upp á tryggingar á skógum.

• Auka samvinnu við Skógræktina á ýmsum sviðum er snerta upplýsingar og þjónustu við skógarbændur.

• Sækja um styrki bæði hérlendis og erlendis til að auka gæði íslenskra skóga.









Comments


bottom of page