top of page

Vöggufífill

Vöggufífill – Silphium perfoliatum


Helstu kennileitir og eiginleikar

• Fjölær planta, gefur uppskera í 20 - 30 ár

• Sáningardýpt 0,5 – max! 1 cm, alls ekki dýpra!

• Plantan myndar fyrst rótarrót og 5-6 blöð eftir sáningu og fer að blómstra árinu á eftir í júli – sept.

• Þarf 150 - 200 kg N, t.d. úr 30 – 40 tonn mýkju

• Plantan getur náð allt að 3ja metra hæð

• Algengt að fá 15 – 30 geislablóm/plöntu, 2 – 4 sm að stærð

• Vex á flestöllum jarðvegstegundum ef pH > 5 (nokkuð krítiskt)

• Rótarkerfi getur náð 2ja metra dýpi, plantan er því mjög þurrk- og frostþolin (– 25 ℃) en þolir einnig

jarðvegsbleytu

• 9.000 ha í undir ræktun í Þýskalandi, aðallega fyrir biogasframleiðslu en einnig fyrir dyrafóður, Í

Hollandi nú um 100 í ræktun, aðallega sem dyrafóður, í bland við maís

• Endurvex kröftulega eftir að hafa verið fyrir hnjaski

• Fjölgar sér með fræ (krossfrjóvgun) sem spíra frekar illa í náttúrunni. Köld spírun, ekki í hita semsagt

• Plantan er alls ekki ágeng en ráðlagt er að rækta hana ekki nálægt við árbakka eða vatn. Fyrstu tilraunir á Íslandi lófa góðu, 6 af 7 2ja ára plöntur, sem sett voru útí fóstur víðs vegar á landi haustið 2021 hafa lifað af og nýgengnar plöntur hafa vaxið vel, þrátt fyrir kalt sumar árið 2022 en hugsanlega er best að rækta plöntum upp úr fræi í gróðurkassa eða í gróðurhúsi og planta síðan út, bil 70 sm milli raða og 60 sm í röð



Nýtingarmöguleikar eru miklar

• Dyrafóður

o Silphium var mikilvægt skepnufóður (kýr, svín) á miðöldum en varð undan í samkeppni við maís og gleymdist nokkuð síðan
o Í Mið-Evrópu er uppskeran allt að 80 – 100 tonn/ha, 3 ár eftir sáningu, m.v. 25% þ.e. er árleg uppskeran 20-25 tonn/ha
o Hráprótín er 88 g/kg – hrá sellulósa 287 g/kg
o Plantan inniheldur beisk efni, heppilegt væri því að blanda með malt eða maís
o Mögulega þarf ekki að girða, þar sem sauðféog hestar ganga ekki beint í akur með fullvaxna


Silphium

o Má geyma vel saxað og súrsað við loftfirrtar aðstæður

• Jarðvegsbætir

o Eykur vatnsbúskap

o 6-8 ton CO2 binding/ha,ár. Myndar stórt rótarkerfi og lífræni massi í jarðveg eykst verulega

o Efri hluti plantnanna drepst á veturna. Góð jarðvegsþekja, allt árið.


• Orkuframleiðsla (lífgas)

o 6,5 MJ/ha,ár

o 12.000 m3 metangas/ha (nægir fyrir 6 3ja manna heimili eða 71.000 km á bíl)

o Búa má til kögglar til húshitunar, inniheldur næg sellulósa til að pressa


• Líffjölbreytni og umhverfismál

o Fjölsótt af býflugum, í Hollandi eru dæmi um að 15 – 20 kg hunang fæst per ha. Frjóvgun af

býflugum er mikilvægt fyrir matvælaframleiðslu og náttúru

o Lítil útskolun á N þar sem rótarkerfið er öflugt

o Engar sjúkdómar eða plágur þekktar, ekki þarf varnarefni

o ´Fæðingarherbergi´ fyrir náttúruleg nýtsamleg skordyr s.s. maríufugl


• Pakkningar- og byggingarefni

o Trefjar nýtist í ýmislegan varning eins og plast og pappír, þurrt hráefni gefur um 100 €/tonn







Tilefni fréttar

Cornelis Aart Meijles, ráðgjafi hjá RML, fjallaði um Vöggufífil ásamt mikilvægi góðs jarðvegs á málþingi skógarbænda á Varmalandi. Þátttakendum á Málþinginu bauðst að fá plöntu af Vöggufífli. 20 eintök voru í boði og fengu færri en vildu. Áhuginn var þó til staðar og hver veit nema þarna sé komin framtíðar fóðurplanta.

Hægt er að senda tölvupóst á Cornelis Aart Meijles > cam@rml.is

Youtube https://www.youtube.com/watch?v=lxxByMNM-f8&t=10680s ( hefst á tíma : 03:35:40 )




Aukaefni

Hér er grein um fjölærar matjurtir, á ensku.



Comments


bottom of page